yama

persónuleg
þjálfun

Yama Yoga
tímar í boði

Einstakt
æfinga og
yoga
studio

Yama Heilsurækt

Hvað þýðir Yama?

Mikilvægi YAMA meðvitundar

Í yogafræðunum er talað um yömur (e. yamas) sem grundvallarþætti í heildrænni hugsun þeirra sem eru meðvitaðir um eigið líkamlegt ástand og andlegt jafnvægi.

Við þekkjum öll sveiflur í ástandi líkama og hugar. Stundum finnst okkur við vera hraust, orkumikil og allt sé einsog það eigi að vera. Svo koma tímar þar sem líkaminn virðist ekki hlýða og hugurinn lætur illa að stjórn. Við missum svefn, erum orkulaus og höfum mikið lífinu, meira en þegar allt í er jafnvægi.

Yoga hefur notið mikilla vinsælda sem almenn heilsurækt, en í raun má segja að fyrsta skrefið og mikilvægasti þáttur yogaástundunar sé að þekkja og tileinka sér hvað hver YAMA stendur fyrir.

Innihald eða boðskapur hverrar yömu er hafður að leiðarljósi í allri yogakennslu sem verður í boði í YAMA. Nafn stöðvarinnar minnir okkur á að sýna aðgát og tilitsemi við okkur sjálf og aðra.  

© 2019 Allur réttur áskilinn Yama Heilsurækt